Ísland er 15 besta knattspyrnuþjóð í heimi – Karla og kvennalið sett saman

Ísland er 15-17 besta knattspyrnuþjóð í heimi þegar kvenna og karlalandsliðið eru sett saman. Það er Leifur Grímsson sem tók saman.

Um er að ræða magnað afrek í þessar stærstu og vinsælustu íþrótt í heimi en allar aðrar þjóðir fyrir ofan Ísland telja fleiri milljónir.

Þýskaland er besta knattspyrnuþjóð í heimi en karlaliðið er það besta í heimi og kvennalandsliðið það næst besta.

Þar á eftir koma Brasilía, Frakkland og England en frændur okkar frá Danmörku eru í sjötta sæti.

Bæði karla og kvennalandslið Íslands eru í 20 sæti á heimslista FIFA og er íslenska knattspyrnuþjóðin á sama stað og Argentína

Ísland er ein af tíu þjóðum í heiminum sem á lið í karla og kvennaflokki sem er á topp 20 í heiminum.

Listann sem Leifur birti á Twitter síðu sinni er hér að neðan.


desktop