„Ísland skrifar fótboltasöguna – Þetta er er einfaldlega firnasterkt lið“ segir þýska pressan

Afrek íslenska landsliðsins fyrsta frétt á erlendum vefmiðlum

„Ísland skrifar fótboltasöguna. Þetta er einfaldlegfa firnasterkt lið,“ segir þýski miðillinn Bild um afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem tryggði HM-sæti sitt í kvöld með því að ná efsta sæti í I-riðli. Bókstaflega skrifar Bild: „Þessi sveit er einfaldlega bjarnarsterk!“ en Þjóðverjar grípa gjarnan til orðsins „bärenstark“ þegar lýsa á miklum styrkleika.

Í frétt Bild segir enn fremur:
„Í fyrsta skipti í sögunni vinnur þetta eyríki sér þátttökurétt í lokakeppni HM. Þetta er líka í fyrsta skipti sem þjóð með færri en eina milljón íbúa (tæplega 335 000) tekur þátt í lokakeppni HM.“
Athygli verkur að afrek Íslands með myndum af íslenska landsliðinu er fyrsta frétt á mörgum vefmiðlum til dæmis á norska miðlinum tv.no og hinum þekkta þýska knattspyrnuvef Kicker sem fer þó fremur hlutlausum orðum um frammistöðu liðsins og tíundar staðreyndir málsins.

Á þýska miðlinum [Spiegel] segir meðal annars:
„Aldrei áður hefur svo fámenn þjóð tekið þátt í lokakeppni HM. Fram til þessa var Trinidad & Tobago (1,3 milljónir íbúa) fámennasti þátttakandinn á HM en Ísland hefur klárlega slegið það met.“
Berlinske Tidende í Danmörku segir einnig frá afrekinu á forsíðu: „Í fyrsta skipti: Ísland er klárt á HM í fótbolta¨!“

Vinir okkar Færeyingar gera afreki Íslendinga líka góð skil á vefnum [portal.fo] en þar er gaman að láta færeyskuna njóta sín dálítið:
„Tað er sera góður fótbóltshýrur í Reykjavík og í øllum Íslandi í kvøld. Í fjør var Ísland við til sítt fyrsta EM endapæl, og við 2-0 sigri á Kosovo í Reykjavík í kvøld er greitt, at Ísland skal til HM í Russlandi komandi summar.

Tað var Gylfi Sigurðsson, sum fekk hol á fimm minuttir fyri hálvleik, tá hann tók sakina í egnar hendur. Ísland hevði gott tamarhald á dystinum, og miðskeiðis í 2.hálvleiki legði Sigurðsson bóltin innfyri málið, har Jóhann Berg Guðmundsson var komin uppá pláss. Málini frá hesum báðum Premier League-leikarunum góvu Íslandi ein 2-0 sigur, og tey trý stigini sum skuldu til fyri at vinna bólkin.

Tað var framúr góður stemningur á Laugardalsvøllinum, tá íslendska landsliðið skrivaði søgu. Ísland er minsta landið nakrantíð, ið luttekur í einum HM-endaspælið.“


desktop