Jóhann Berg klökkur eftir leik – Fékk að knúsa dóttur sína fyrir leik

,,Maður verður klökkur að tala um þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Íslands við Stöð2 í gær eftir að landsliðið tryggði sig inn á HM.

Jóhann Berg skoraði seinna mark Íslands í leiknum í 2-0 sigri þegar liðið tryggði sig inn á HM.

Þegar Jóhann fagnaði marki sínu sást að hann benti upp í stúkuna en hvert var Jóhann að benda?

,,Fjölskyldan er þarna, þetta er erfitt,“ sagði Jóhann sem átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum.

,,Dóttir mín kom í nótt frá Spáni og ég fékk aðeins að knúsa hana áðan, þetta er fyrir þau og alla þjóðina,“ sagði Jóhann við Stöð2.

Viðtalið má sjá hérna.


desktop