Lagerback mætir með Noreg til Íslands – Leikur fyrir HM

A landslið karla mun leik vináttuleik gegn Noregi 2. júní næstkomandi, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.

Leikurinn er liður í lokaundirbúningi Íslands fyrir HM í Rússlandi þar sem liðið mætir Argentínu í fyrsta leik þann 16. júní í Moskvu.

Þjálfari Noregs er Lars Lagerback sem var þjálfari Íslands en lét af störfum eftir EM í Frakklandi.

Lagerback tók svo við Noregi á síðasta ári og reynir að rétta við skútuna sem hefur verið í veseni.

Upplýsingar um leiktíma og miðasölu verða gefnar út síðar.


desktop