Landsliðsmenn keyptu sér íbúð fyrir peninga sem komu svo ekki

Visir.is fjallar í dag ítarlega um bónusgreiðslu til íslenska karlalandsliðsins og hvernig þeim er háttað.

Miklar upphæðir hafa streymt til leikmanna undanfarið eftir magnaðan árangur að komast á EM og svo árangurinn í Frakklandi.

Til að mynda kemur fram að hver leikmaður Íslands á EM í sumar hafi fengið 15 milljónir í sinn hlut. Sama hvort þeir spiluðu eða ekki.

Í undankeppninni héldu landsliðsmenn að það væri raunin líka en þegar ljóst var að liðið hefði tryggt sig inn á EM var því breytt.

Leikmenn sem byrjuðu leiki fengu helmingi meira en þeir sem voru á bekknum en í undankeppni HM 2014 var kerfið þannig að allur fengi jafnt.

,,Landsliðsmenn upp til hópa gengu út frá því að skipting greiðslanna yrði með sama hætti og ákveðið var í undankeppni HM 2014 þar sem ekki yrði gert upp á milli byrjunarliðsmanna og varamanna,“ segir í greinnni á Vísir.s.

,,Í framhaldinu fóru leikmenn að velta fyrir sér skiptingunni á bónusgreiðslunum vegna undankeppninnar, sem enn höfðu ekki verið greiddar út. Fór svo í æfingaferð landsliðsins til Danmerkur í lok mars 2016 að lykilmenn í landsliðinu tóku þá ákvörðun að breyta skiptingu peninganna úr undankeppninni frá því sem var í undankeppninni 2014. Nú yrði það þannig að þeir sem spiluðu leiki fengju tvöfalt meira en þeir sem voru á varamannabekknum. Voru leikmönnum send skilaboð um niðurstöðuna.“

Þetta hefur áhrif á suma eins og segir í fréttinni. ,,Hefur Vísir heimildir fyrir því að a.m.k. tveir landsliðsmenn, sem fengu lægri upphæð en þeir höfðu reiknað með, voru búnir að fjárfesta í húsnæði fyrir þann pening sem þeir áttu von á en skilaði sér ekki.“

Greinin í heild er hérna.


desktop