Langstærsta vika 433.is frá upphafi – Meira en 151 þúsund notendur

Það voru 151.051 þúsund notendur sem komu við á 433.is vikuna 9 til 15 október.

Um er að ræða lang stærstu viku 433.is frá upphafi en metið var síðast sett á EM í Frakklandi árið 2016 þegar tæplega 120 þúsund lesendur komu á vefinn.

Frábær árangur íslenska karlalandsliðsins spilar þarna stærstan hluta en liðið tryggði sig inn á Heimsmeistaramótið í Rússlandi í síðustu viku.

Þjóðin er fótboltaóð þegar íslenska landsliðið kemur saman og fylgjast margir með gengi liðsins.

433.is langar að þakka þennan mikla lestur sem var á vefnum þessa síðustu viku. Áfram Ísland!

Fimm vinsælustu fréttir vikunnar:
Myndband: Daníel Tristan Guðjohnsen með geggjað mark fyrir Barcelona
Fallegt bréf Lagerback til Íslendinga – Fylgi ykkur svo lengi sem ég lifi
Ísland á forsíðum stærstu fjölmiðla í heimi – Ice Ice Baby
Warnock ætlar að mæla hvort Aron Einar hafi fengið sér í glas
Heimir þegar hann kom til KSÍ – Mér blöskraði margt


desktop