Leggur til að RÚV fái Gumma Ben á láni yfir HM

Kristján Óli Sigurðsson fyrrum kantmaður Breiðabliks og knattspyrnusérfræðingur leggur til að RÚV fái Guðmund Benediktsson á láni yfir Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

RÚV hefur réttinn af keppninni en Guðmundur er ástsælasti knattspyrnulýsandi landsins.

Guðmundur vinnur hjá 365 miðlum en yfir Evrópumótið í Frakklandi fékk Síminn sem þá hafði réttinn Guðmund á láni.

Þetta er þekkt stærð þegar stórmót eiga sér stað en ITV í Englandi fær meðal annars Gary Neville lánaðan frá Sky Sports yfir HM næsta sumar.

,,RÚV fær 4. milljarða á ári. Fyrst ITV gat leigt Gary Neville hlýtur RÚV að geta leigt Gumma Ben næsta sumar þjóðinni allri til heilla. Góðar stundir,“ skrifar Kristján á Twitter.

Færsla hans hefur fengið góð viðbrögð og ljóst er að margir eru á sama máli.


desktop