Leiðbeiningar FIFA til þeirra sem vilja skipta um nöfn á miðum eða selja þá

FIFA hefur gefið út leiðbeiningar til þeirra miðaeigenda sem hafa hug á að skipta um nöfn á miðum sem þeir hafa keypt eða selja þá.

Breytingar á miðum

Miðaeigandi getur ekki flutt sinn eigin miða, en hann getur breytt um „gesti“. Ef þú hefur keypt fjóra miða getur þú því breytt um nöfn á hinum þremur miðunum.

Hægt verður að breyta miðunum á þennan hátt frá og með 18. apríl klukkan 09:00 að íslenskum tíma þangað til þremur dögum fyrir þann leik sem miðann er á.

Endursala miða

Ef miðakaupandi hefur ekki tök á því að nota alla miðana sína sem hann hefur keypt verður hægt að selja þá á endursölumarkaði hjá FIFA.

Það er þó ekki hægt að tryggja það að annar aðili kaupi miðann. Því hvetur FIFA miðaeigendur til að fylgjast reglulega með endursölukerfinu.

Ekki er mögulegt fyrir miðakaupanda að selja aðeins sinn eigin miða og halda eftir „gestamiðunum“.

Endursölukerfið opnar þann 18. apríl klukkan 09:00 að íslenskum tíma.


desktop