Líkir Ragga Sig við vegginn sem Trump ætlar að byggja

Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, átti frábæran leik í kvöld er við mættum Úkraínu.

Raggi Sig stóð vaktina í öftustu línu ásamt Sverri Inga Ingasyni og stóðu þeir sig frábærlega í kvöld.

Ísland vann 2-0 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk kvöldsins.

Ísland er nú í öðru sætinu í I riðli eftir sigurinn og jafn mörg stig og topplið Króatíu.

Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, setti inn skemmtilega færslu í kvöld þar sem hann líkti Ragga við vegginn sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur áhuga á að byggja.

Tístið má sjá hér.


desktop