Myndband: Liðinu fagnað í 101 – Brjáluð stemming

Ísland er komið á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Kósóvó í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið þurfti sigur til að tryggja sig inn til Rússlands þar sem mótið fer fram næsta sumar.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Gylfi gerði hlutina eins síns liðs og kom boltanum í netið, sögulegt mark fyrir Ísland.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði svo seinna markið þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir eftir laglegan undirbúning Gylfa.

Skömmu eftir leik var sigurhátið á Ingólfstorgi og þar var brjáluð stemming.

Myndbönd af þessu eru hér að neðan.


desktop