Myndband: Lifði sig ótrúlega inn í magnaðan sigur Íslands – Þetta þarftu að sjá

Ísland vann ótrúlegan 0-3 sigur á Tyrklandi í undankeppni HM í gær en leikið var ytra.

Búist var við mjög erfiðum leik en Ísland lék sér að Tyrkjum.

Til að bæta gleðina þá gerðu Króatía og Finnland jafntefli og staða Íslands því frábær. Vinni Ísland sigur á Kósóvó á mánudag er liðið komið á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Karl Brynjólfsson var einn af mörgum sem horfði á leikinn heima í stofu hjá sér og þar var fjör.

Karl hljóp fram og til baka og ætlaði ekki að trúa því hvað væri í gangi. Hann missti sig svo í gleðina þegar fréttirnar um jöfnunarmark Finnlands bárust.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.


desktop