Óli Jó vildi hætta með landsliðið – Hundleiðinlegt í vinnunni

Ólafur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals gerði liðið að Íslandsmeisturum um síðustu helgi og vann þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í tíu ár. Ólafur sem er 60 ára gamall er afar reynslumikill þjálfari og er í hópi bestu þjálfara sem Ísland hefur átt.

Þjálfaraferill Ólafs hefur verið langur og farsæll en hann hófst árið árið 1982 þegar hann stýrði Einherja. Síðan þá hefur Ólafur farið víða, hann hefur í þrígang þjálfað Skallagrím og þá hefur hann í tvígang stýrt FH og Haukum. Hjá FH voru hans bestu ár en hann þjálfaði liðið frá 2003 til 2007 og vann fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins árið 2004. Ólafur tók síðan við landsliðinu árið 2007 og stýrði því þangað til undir lok árs 2011. Ólafur var svo í tvö ár hjá Haukum eftir það og tók svo við Val fyrir tímabilið 2015 og hefur unnið þrjá stóra titla á þremur árum. Fyrstu tvö árin undir stjórn Ólafs varð liðið bikarmeistari og í ár var komið að því að vinna þann stóra.

Tíminn með landsliðinu var erfiður en Ólafur skildi þó margt gott eftir, helst má þar nefna unga leikmenn sem höfðu fengið dýrmæta renyslu.

Meira:
Óli Jó: Blaðamenn þorðu ekki í málið
Ólafur tók stjórnina hjá Val – Ég sagði Berki að ég myndi ráða
Leikmenn vita af því þegar Óli Jó ætlar með bombur í fjölmiðla
Óli Jó: Ein myndavél og lýsandinn situr í Reykjavík

Flestir leikmenn íslenska landsliðsins tala vel um Ólaf og það þykir honum vænt um. Hann segist einnig hafa reynt að hætta með landsliðið áður en samningur hans var á enda en Geir Þorsteinsson, þá formaður KSÍ, tók það ekki í mál.

„Mér þykir vænt um það þegar leikmennirnir sem ég tók inn tala fallega um tíma minn í landsliðinu og þakka mér fyrir að hafa gefið þeim tækifæri snemma, það var nóg af því vonda sem ég fékk. Mér þykir vænt um það og ég er í ágætis sambandi við marga af þessum strákum, ég fæ reglulega frá þeim skilaboð þegar ég vinn leiki og þegar ég vinn titla. Það gleður mig,“ sagði Ólafur í samtali við 433.is

Áður en samningur Ólafs við landsliðið rann út reyndi hanna að fá að hætta en fékk það ekki.

,,Ég fann að ég var búinn inni hjá KSÍ, ég fann það á ákveðnum tímapunkti. Það var hundleiðinlegt að fara í vinnu, ég vildi hætta en ég fékk það ekki.“


desktop