Pyry Soiri íhugar að mæta á leik hjá Íslandi á HM

Pyry Soiri er þjóðhetja í augum íslenskra knattspyrnuáhugamanna eftir jöfnunarmark sitt fyrir finnska
landsliðið gegn Króatíu í undankeppni HM síðasta föstudag

Mark Soiri var afar mikilvægt fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu sem náði forystu í riðlinum og kom sér síðan beint á HM með sigri á Kósóvó á mánudag.

Markið hjá Soiri kom seint í leiknum en á sama tíma var Ísland að vinna 3-0 sigur á Tyrklandi.

Nú er Soiri að íhuga það að mæta á leik hjá Íslandi á HM.

,,Eftir leikinn gegn Króatíu fékk ég haug af skilaboðum frá Íslandi, ég fattaði þetta ekki fyrst,“ sagði Soiri.

,,Það er stórt fyrir þá að komast á HM, ég held að Finnland geti lært af Íslandi.“

,,Ég elska að ferðast svo kannski fer ég þangað einn daginn, ég hef aldrei farið til Íslands. Ég gæti líka hugsað mér að fara á leik hjá þeim á HM.“


desktop