Síle andstæðingur Íslands í úrslitum í Kína

Síle verður andstæðingur Íslands í úrslitaleik China Cup sem fram fer á sunnudag eftir sigur á Króatíu í dag.

Ísland tryggði sér sæti í úrslitum í gær með 2-0 sigri á Kína en Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sáu um að skora mörkin.

Cesar Pinares kom Síle yfir en Franko Andrijasevic jafnaði fyrir Króata á 76 mínútu.

Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var þá gripið til vítaspyrnukeppni.

Þar hafði Síle betur og mætir Íslandi klukkan 07:35 á sunnudag.


desktop