Þórðargleði Íslendinga – Val Arons á Bandaríkjunum aftur í umræðuna

Það virðist ríkja þórðargleði á meðal Íslendinga vegna Arons Jóhannssonar nú degi eftir að Ísland komst á Heimsmeistaramótið.

Aron var með tvöfalt ríkisfang og árið 2013 kaus hann að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland.

Margir voru reiðir í garð Arons vegna þess og vildu sjá hann spila fyrir Ísland. Aron taldi sig hins vegar eigi meiri möguleika á að spila á Heimsmeistaramótinu með Bandaríkjunum.

Sá draumur hann varð að veruleika árið 2014 þegar hann lék með Bandaríkjunum á HM í Brasilíu.

„Ég vil helst ekki tala mikið um þetta. Ég kaus hins vegar að spila fyrir Bandaríkin og vonandi fæ ég mínar fyrstu mínútur með landsliðinu á miðvikudaginn,“ sagði Aron eftir ákvörðun sina.

„Mig hefur dreymt um að spila á HM síðan ég horfði fyrst á árið 1998. Möguleikarnir eru meiri með Bandaríkjunum og það yrði draumur að spila með Bandaríkjunum á HM.“

Á samfélagsmiðlum hefur mátt sjá þórðargleði sem njóta þess að Ísland sé komið á HM með því að rifja upp ákvörðun Arons.

Aron hefur ekki verið í landsliði Bandaríkjanna síðustu mánuði en meiðsli og lítill spilatími með Werder Bremen spilar þar stórt hlutverk.

Bandaríkin hafa ekki tryggt sig inn til Rússlands en gera það ef allt fer á besta veg, þar gæti þá Aron verið mættur til leiks og mætt Íslandi.


desktop