Tveir fyrrum dómarar segja fyrra mark Gylfa ólöglegt

Tveir fyrrum íslenskir dómarar telja að fyrra mark Íslands gegn Úkraínu í kvöld hafi verið ólöglegt.

Emil Hallfreðsson gaf þá fyrir mark Úkraínu í undankeppni HM. Jóhann Berg Guðmundsson var í baráttu við markvörð Úkraínu um boltann.

Boltinn hrökk svo út í teiginn þar sem Gylfi Þór Sigurðsson mætti og setti boltann í netið.

Leikmenn Úkraínu voru brjálaðir yfir því að markið hefði fengið að standa en skoski dómari leiksins taldi það löglegt.

Garðar Örn Hinriksson og Jóhannes Valgeirsson fyrrum dómarar ræða um málið á Facebook síðu Jóns Ólafssonar tónlistarmanns.

Meira:
Smelltu hér til að sjá markið.

Garðar Örn Hinriksson
Frá mínum bæjardyrum séð var markið ólöglegt. Markvörður kominn með hendur á boltann þegar hann fær okkar mann í sig. P.s. Ekki drepa mig ef þið eruð ósammála mér.

Jóhannes Valgeirsson
Leikbrot ! Það er ekki leyfilegt að hlaupa á leikmann … hvort sem hann heldur á knettinum eða ekki …


desktop