Viðar Örn kallaður inn í landsliðið fyrir Rúrik

Viðar Örn Kjartansson framherji Maccabi tel Aviv hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið. Þetta staðfesti hann í samtali við 433.is.

Framherjinn kemur inn fyrir Rúrik Gíslason sem verður í banni gegn Úkraínu á morgun.

Viðar hefur ekki verið í hópnum hjá landsliðinu undanfarna mánuði en kemur nú inn.

Rúrik var rekinn af velli í tapi gegn Finnlandi í gær þegar leikið var á útivelli.

Liðið er að ferðast heim frá Finnlandi þessa stundina en liðið leikur gegn Úkraínu á þriðjudag í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

Ísland er í þriðja sæti riðilsins en Úkraína komst upp í annað sætið í gær með sigri á Tyrklandi.


desktop