Hólmar Örn Eyjólfsson í Rosenborg

Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er að ganga í raðir Rosenborg í Noregi samkvæmt heimildum 433.is.

Hólmar hefur verið án félags frá því í upphafi sumars þegar samningur hans við Bochum í Þýskalandi rann út.

Hólmar er miðvörður sem er fæddur árið 1990 en pabbi hans var á sinum tíma einn fremsti knattspyrnumaður Íslands, Eyjólfur Sverrisson.

Þessi öflugi leikmaður ólst upp hjá HK áður en hann hélt til West Ham árið 2008 en þar var hann í þrjú ár.

Á þeim tíma var Hólmar lánaður til Cheltenham og Roseleare í Belgíu.

Hólmar fór svo til Bochum sumarið 2011 og var þar í þrjú ár en Hólmar var inn og út úr liðinu í Þýskalandi.

Rosenborg er eitt sögufrægasta lið Noregs en liðið er í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Hólmar hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands auk þess á hann einn leik með A-landsliðinu.


desktop