Ingvar Jónsson gæti brátt spilað með Diego Forlan

Diego Forlan framherjinn öflugi frá Úrúgvæ á í viðræðum við Sandefjord í norsk úrvalsdeildinni.

Forlan er 38 ára gamall og hefur meðal annars leikið með Manchester United á ferli ´sinum.

Forlan var kjörinn besti leikmaðurinn á HM árið 2010 en hann hefur verið án félags eftir að hafa spilað í Indlandi á síðasta ári.

,,Ég get staðfest að við vinnum í því að fá Forlan til Sandefjord,“ sagði Terje Liverø sem er á bakvið skiptin.

,,Þrátt fyrir að vera 38 ára er hann einn mesti atvinnumaður sem ég hef kynnst, hann er algjör atvinumaður.“

Með Sandefjord leikur Ingvar Jónsson sem gæti brátt þurft að vera skot frá Forlan á æfingum.


desktop