Kristján Flóki skoraði í jafntefli Start og Bodö/Glimt

Start tók á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Steffen Lie Saalevik kom Start yfir með marki á 10 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Martin Bjoernbak jafnaði metin fyrir Bodö/Glimt á 56 mínútu áður en Kristian Fardal Opseth kom gestunum yfir á 80 mínútu.

KristjánFlóki Finnbogason jafnaði hins vegar metin fyrir Start á 84 mínútu og þannig fóru leikar.

Guðmundur Kristjánsson var í byrjunarliði Start í leiknum og spilaði allan leikinn en Kristján Flóki kom inná á 65 mínútu.

Oliver Sigurjónsson sat hins vegar allan tímann á varamannabekk Bodö/Glimt í leiknum.


desktop