Kristján Flóki tryggði Start stig í fyrsta leik

Kristján Flóki Finnbogason var ekki lengi að verða hetja hjá Start í næst efstu deild í Noregi.

Kristján gekk í raðir Start í vikunni frá FH og byrjar með látum.

Kristján kom inn sem varamaður eftir klukkutíma leik gegn Tromsdalen.

Hann bjargaði svo stigi fyrir Start á 81. mínútu leiksins þegar hann jafnaði leikinn 2-2.

Guðmudundur Kristjánsson var ónotaður varamaður hjá Start.


desktop