Asensio var að raka á sér lappirnar og getur ekki spilað

Marco Asensio miðjumaður Real Madrid verður ekki með liðinu í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Real Madrid mætir APOEL í Meistaradeildinni í kvöld en ástæða þess að Asensio verður ekki með vegna furðulegra meiðsla.

Hann er með sýkingu í löppinni eftir að hafa verið að raka á sér lappirnar en hann var með bólu sem sýkingin kom í.

Út frá því kom kýlið og getur Asensio ekki sett legghlíf eða dregið upp sokka.

,,Hann er með kýli sem veldur því að hann getur ekki dregið upp sokkana,“ sagði Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid um málið.


desktop