Barcelona hefur áhuga á Allegri

Luis Enrique, stjóri Barcelona mun láta af störfum hjá félaginu í sumar en þetta var tilkynnt fyrr í þessum mánuði.

Enrique hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagið síðan hann tók við árið 2014 og hefur nú ákveðið að róa á önnur mið.

Félagið leitar því að nýjum stjóra og hefur Ronald Koeman, stjóri Everton m.a verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður hans.

Premium Sport á Ítalíu segist hins vegar hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Börsungar hafi sett sig í samband við Massimiliano Allegri, stjóra Juventus um að taka við liðinu.

Allegri hefur einnig verið orðaður við Arsenal en hann hefur stýrt Juventus undanfarin þrjú ár og gert liðið að ítölskum meistara í öll skiptin.


desktop