Barcelona lánar Turan í rúm tvö ár – Verður liðsfélagi Adebayor

Barcelona hefur staðfest að Arda Turan sé farinn á láni til Istanbul Basaksehir FK í heimalandi hans.

Lánssamningurinn er til tveggja og hálfs árs en Börsungar vildu losa sig við Turan.

Ekkert félag vildi kaupa hann enda Turan á rosalegum launum hjá Barcelona.

Þess í stað ákvað Barcelona að lána hann þangað til samningur hans er á enda.

Ef eitthvað annað félag hefur hins vegar áhuga á að kaupa Turan á þessum tíma þá getur félagið selt hann.

Turan verður liðsfélagi Emmanuel Adebayor og Gael Clichy sem báðir spila fyrir Istanbul Basaksehir FK.


desktop