Barcelona reyndi að fá Marquinhos

Unai Emery, stjóri Paris Saint-Germain, hefur staðfest það að Barcelona hafi reynt að fá Marquinhos í sumar.

Marquinhos er 22 ára gamall varnarmaður en hann hefur oft verið orðaður við spænska stórliðið.

,,Barcelona spurðist fyrir um hann í sumar en hann er þakklátur PSG sem gaf honum tækifæri,“ sagði Emery.

,,Hann gæti elskað það að spila fyrir Barcelona en hann virðir það sem PSG hefur gert fyrir hann.“


desktop