„Einstaklingshæfileikar Real hafa lítið að segja“

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid viðurkennir að að leikmenn Real Madrid búi yfir meiri hæfileikum en sínir eigin leikmenn en ítrekar að Atletico hafi yfir að skipa betri liðsheild.

Atletico er þekkt fyrir ógnarsterkan varnarleik og hraðar skyndisóknir á meðan nágrannar þeirra í Real eru þekktir fyrir að treysta mikið á hæfileika þeirra Cristiano Ronaldo og Gareth Bale.

Liðin mætast í fyrri viðureign liðanna í meistaradeild Evrópu á morgun en liðin mættust einmitt í úrslitaleik meistaradeildarinnar í fyrravor þar sem Real hafði betur í framlengingu.

„Það er rétt að þeir eru með betri einstaklinga en við í ákveðnum stöðum en þegar kemur að útsláttarkeppni þá sitja allir jafnir við sama borðið. Mínir leikmenn hafa öðruvísi persónuleika. Þeir hafa allir eitthvað til bruns að bera og það gerir okkur sterkari fyrir vikið.“

„Okkur hefur gengið vel á móti Real í undanförnum leikjum og við förum fullir sjálfstrausts inn í leikinn.“


desktop