Enn eitt tapið hjá Sverri – Enda tímabilið á botninum

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Granada í kvöld sem spilaði við Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni.

Það hefur ekkert gengið hjá Sverri og félögum undanfarið og tapaði liði sjöunda leik sínum í röð í kvöld.

Tony Adams tók við Granada í síðasta mánuði en gengi liðsins hefur alls ekki batnað undir hans stjórn.

Espanyol hafði betur 2-1 á heimavelli Granada og enda Sverrir og félagar tímabilið með 20 stig í neðsta sæti deildarinnar.


desktop