Er Barcelona að nálgast kaup á Griezmann?

Samkvæmt fréttum í Frakklandi er Barcelona nálægt því að ganga frá kaupum á Antoine Griezmann.

Sagt er að samkomulag sé nánast í höfn en Le 10 Sport segir frá þessu.

Griezmann var á óskalista Manchester United í sumar en hann vildi á endanum ekki fara frá Atletico Madrid.

Ástæðan var félagaskiptabann sem Atletico var í en það er á enda í janúar.

Griezmann hefur ekki fundið taktinn sinn með Atletico á þessu tímabili og gæti nú farið í janúar.


desktop