Er Cristiano Ronaldo staddur á Íslandi?

Nokkur fréttaskot hafa borist til 433.is í dag þess efnis um að Cristiano Ronaldo leikmaður Real Madrid sé staddur hér á landi. Um er að ræða háværar sögur sem ekki hafa verið staðfestar.

Sagt er að Ronaldo hafi komið hingað til lands seint á laugardag og hafi dvalist á Suðurlandi síðan þá.

Ronaldo skoraði tvö mörk gegn Eibar í La Liga á laugardag og hefur síðan tekið flugið ef satt reynist.

Hann er sagður hafa skoðað Suðurlandið síðustu daga en vinsælt er hjá frægu fólki að koma til Íslands.

Jurgen Klopp, Juan Mata, Kim Kardashian, Justin Bieber og fleiri frægir hafa notið þess að dvelja á Íslandi og skoða fallega landið okkar. Líkur eru á að Ronaldo hafi bæst í þann hóp.

Ronaldo er besti knattspyrnumaður í heimi og hefur verið það síðustu ár.


desktop