Fær Messi 80 milljónir punda fyrir að skrifa undir nýjan samning?

Barcelona gerir nú allt til þess að fá Lionel Messi til að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Vitað er að Manchester Cit er klárt í að stökkva til ef ekki næst samkomulag.

Spænskir fjölmiðlar greina nú frá því að Barcelona sé tilbúið að greiða Messi 80 milljónir punda í bónus fyrir það eitt að skrifa undir nýjan samning.

Barcelona er byrjað að leita leiða til að fjármagna það og mun félagið selja nafnið á heimavelli sínum, Nou Camp.

Messi mun svo þéna 500 þúsund pund á viku ef hann krotar undir nýjan samning.

Þekkt er að leikmenn fái greiðslu fyrir að skrifa undir nýja samninga en 80 milljónir punda eru nýjar hæðir.


desktop