Frábært svar Ronaldo þegar hann var spurður að því hvað hann vildi í jólagjöf

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid hlaut Gullknöttinn í kvöld fyrir frammistöðu sína á síðsta tímabili.

Hann varð deildarmeistari með Real Madrid í vor og þá vann hann Meistaradeldina með Real Madrid, annað árið í röð en það hefur aldrei gerst áður í sögu keppninnar.

Þetta var hans fimmti Gullknöttur á ferlinum og hefur hann nú jafnað Lionel Messi, sóknarmann Barcelona sem hefur einnig hreppt verðlaunin í fimmgang.

Ronaldo er einn ríkasti íþróttamaður heims og var hann spurður að því á verðlaunaafhendingunni hvað hann vill fá í jólagjöf í ár.

„Ég vil annað barn, nei okei þetta var grín,“ svaraði Ronaldo.

„Ég mun njóta jólanna með börnunum mínum fjórum en ég vil vinna sjö Gullknetti og eignast sjö börn,“ sagði hann að lokum.


desktop