Fyrrum leikmaður Valencia tekur við út tímabilið

Voro ásamt Luis Enrique.

Voro Gonzalez mun stýra liði Valencia út þetta tímabil á Spáni en þetta staðfesti félagið í dag.

Þessi 53 ára gamli Spánverji er fæddur og uppalinn í Valencia og lék lengi með liðinu sem leikmaður.

Voro eins og hann er kallaður var í 11 ár hjá Valencia áður en hann færði sig til Deportivo La Coruna.

Voro tók tímabundið við af Cesare Prandelli sem hætti mjög óvænt nýlega eftir stutt stopp.

Voro hefur nú fengið stuðning frá stjórn Valencia og fær að stýra liðinu út þetta tímabil í hið minnsta.


desktop