Griezmann tók ákvörðun um að fara til Barcelona síðasta haust

Antoine Griezmann, sóknarmaður Atletico Madrid mun ganga til liðs við Barcelona í sumar en frá þessu greina spænskir fjölmiðlar.

Frakkinn er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara frá félaginu fyrir 100 milljónir evra og Barcelona ætlar að borga upp samning hans.

Hann var lengi í gang með Atletico Madrid á þessari leiktíð en hefur verið duglegur að skora að undanförnu og er kominn með 16 mörk og 8 stoðsendingar í La Liga á tímabilinu.

Fjölmiðlar á Spáni greina frá því að Griezmann hafi tekið ákvörðun um að ganga til liðs við Barcelona, síðasta haust.

Hann er nú þegar byrjaður að skoða hús í Barcelona en Börsungar munu að öllum líkindum tilkynna um félagaskiptin þegar tímabilið klárast.


desktop