Iniesta hringdi í leikmenn Real Madrid og baðst afsökunar

Andres Iniesta miðjumaður Barcelona er drengur góður og á marga vini í fótboltanum.

Þessi öflugi leikmaður var ekki hrifinn af því að Börsungar skildu sniðganga lokahóf FIFA í vikunni.

FIFA gerði upp árið 2016 en þegar ljóst var að Lionel Messi yrði ekki kjörinn leikmaður ársins ákváðu leikmenn félagsins ekki að mæta.

Hófið fór fram í Sviss á mánudag og Cristiano Ronaldo leikmaður Real Madrid kjörinn sá besti.

Ronaldo og Messi berjast um þessi verðlaun á ári hverju og er ekkert gefið eftir.

Iniesta fannst það lélegt af Börsungum að mæta ekki en Luis Suarez og fleiri voru í liði ársins.

Hann vildi biðjast afsökunar á þessu og hringdi í nokkra leikmenn Real Madrid samkvæmt fréttum á Spáni.


desktop