Isco vill framlengja

Isco, leikmaður Real Madrid, vonar innilega að hann geti fengið að framlengja samning sinn við félagið.

Isco hefur fengið að spila hjá Real undir stjórn Zinedine Zidane en hann á aðeins rúmlega eitt ár eftir af sínum samningi.

,,Ég á ennþá eitt og hálft ár eftir af mínum samningi en við viljum endurnýja við félagið,“ sagði Isco.

,,Ég vona að við getum komist að niðurstöðu. Ég fæ að spila reglulega núna og ég er ánægður.“


desktop