Langt síðan að umboðsmaður Coutinho ræddi við Barcelona

Philippe Coutinho leikmaður Barcelona viðurkennir að langt sé síðan að Kia Joorabchian umboðsmaður hans hafi rætt við félagið.

Barcelona keypti Coutinho frá Liverpool í janúar eftir að hafa reynt mikið síðasta sumar.

Coutinho viðurkennir hins vegar að hinn umdeildi Joorabchian hafi hafið viðræður við Börsunga löngu áður en félagið hafði samband við Liverpool.

,,Það var lengi rætt um þetta, það var ekki fyrr en síðasta sumar sem áhuginn var staðfestur með tilboðum og þeir ræddu við okkur,“ sagði Coutinho.

,,Fyrir það var Barcelona að ræða viið umboðsmann minn en það var ekkert formlegt.“


desktop