Leikmaður Villarreal í fangelsi – Sakaður um að binda og berja mann

Ruben Semedo varnarmaður Villarreal hefur enn á ný komið sér í vandræði en hann var handtekinn í vikunni.

Semedo er einn af þeim sem á að vera stjarna í landsliði Portúgals næstu árin.

Semedo var handtekinn í vikunni ásamt tveimur félögum sínum, þeir eru sakaðir um að hafa rænt mann og haldið honum í smá tíma.

Semedo kom fyrir dómara í dag þar sem hann er sakaður um að hafa bundið manninn og lamið hann heima hjá sér. Hann er einnig sakaður um að hafa ógnað manninum með byssu. Etir það var Semedo sendur í fangelsi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Semedo er handtekinn eftir að Villarreal keypti hann síðasta sumar frá Sporting Lisbon.

Í desember var Semedo handtekinn eftir að hafa hótað barþjóni með skotvopni, barþjónninn hafði verið í vandræðum með að koma Semedo út af staðnum eftir lokun. Þegar barþjónninn hafði lokið störfum kom hann út og þá ógnaði Semedo honum með vopni.

Hann hefur einnig verið kærður fyrir líkamsárás fyrir að brjóta glas á höfði manns á skemmtistað.


desktop