Maradona með skot á Messi og liðsfélaga

Diego Maradona, fyrrum besti leikmaður heims, er óánægður með landa sinn, Lionel Messi.

Messi ákvað að mæta ekki á verðlaunaafhendingu FIFA í gær þar sem Cristiano Ronaldo var kjörinn besti leikmaður ársins 2016.

Messi mætti ekki en enginn leikmaður Barcelona mætti og var Maradona sár út í þá ákvörðun.

,,Ég er mjög vonsvikinn með Messi. Með því að horfa á þetta í sjónvarpinu heima geturðu ekki barist um neitt eða við neinn,“ sagði Maradona.

,,Ef þú ert hérna þá geturðu það. Ég veit ekki af hverju leikmenn Barcleona mættu ekki á svona mikilvægan atburð. Það var í forgangi að Leo myndi ekki mæta.“

,,Ég held að ef þeir hefðu komið hingað þá hefðu þeir getað barist meira en í Barcelona.“


desktop