Martröð Neymar – Þetta hefur gerst síðan hann skoraði síðast

Það hefur gengið mjög illa hjá Neymar undanfarið en þessi stjarna Barcelona hefur ekki getað skorað fyrir liðið.

Þrír mánuðir eru síðan Neymar skoraði síðast en síðasta mark hans kom gegn Manchester City 19 október.

Neymar hefur fengið gagnrýni fyrir það en Börsungar hafa hikstað í deildinni á sama tíma.

Frá því að Neymar skoraði síðast hefur Dondal Trump verið kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Chelsea hefur unnið 13 leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo hefur unnið Gullknöttinn og besti leikmaður í heimi að mati FIFA.


desktop