Messi viðurkennir að hann þurfi oftar hvíld

Lionel Messi stjarna Barcelona hefur áttað sig á því á seinni árum að hann þarf hvíld í sumum leikjum.

Messi var varamaður í seinustu tveimur leikjum Börsunga í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Messi er orðinn þrítugur og því er þetta mikla álag farið að taka á, þessu áttar Messi sig á.

,,Ég hef lært það á seinni árum að tímabilið er langt, það eru tímabil sem eru erfiðari vegna þess að árin fljúga áfram. Líkaminn er byrjaður að finna fyrir öllu þessu álagi,“ sagði Messi.

,,Ég hef áttað mig á því að stundum er hvíldin það besta sem hefur komið fyrir mig.“


desktop