Messir hlær að sögunum um kampavíns æði hans

Lionel Messi leikmaður Barcelona er staddur í sumarfríi á Ibiza með Luis Suarez, Cesc Fabregas og eiginkonum.

Þar hafa þau notið lífsins síðustu daga en blöðin fóru að halda því fram að Messi hefði borgað 37 þúsund evru reikning á veitingastað í bænum um helgina.

Það er þó fjarri lagi ef marka má orð framherjans sem hafnar því alfarið að hafa keypt allt þetta.

Í fréttum á Spáni og víðar var sagt að Messi hefi keypt 41 Dom Perignon kampavínsflöskur og fjöldan allan af pizzum.

,,Hahahahahha, þvílík leið til að tala skít. Hver bjó þetta til? Það fallega í þessu er að fólk trúir þessu,“ skrifaði Messi á Instagram.

Sumarið verður fjörugt hjá Messi sem er að ganga í það heilaga með unnustu sinni.


desktop