Móðir Ronaldo á leið til Parísar – Fær hann fimmta gullknöttinn?

Síðar í dag verður Ballon d’Or eða Gullknötturinn afhentur besta leikmanni í heimi.

Það er talið nánast öruggt að Cristiano Ronaldo hljóti þessi verðlaun í París.

Ronaldo vann spænsku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Real Madrid í ár og var stjarna liðsins.

Ronaldo mun því vinna verðlaunin í fimmta sinn en móðir Ronaldo er á leið til Parísar.

Ekki er talið líklegt að hún myndi gera sér ferð þangað ef Lionel Messi væri að vinna verðlaunin.

Ronaldo mun þá vinna sinn fimmta Gullknött sem er sami fjöldi og Lionel Messi hefur unnið.


desktop