Morata langar að fara frá Real Madrid

Alvaro Morata framherji Real Madrid vill fara frá félaginu til að spila stærra og mikivægara hlutverk.

Morata var afar nálægt því að fara til Manchester United fyrr í sumar.

Nú er líklegast að Morata fari til AC Milan en kærasta hans er frá Ítalíu.

AC Milan á nóg af peningum þessa dagana og reynir félagið að byggja upp stórveldi á nýjan leik.

Leonardo Bonucci kom til félagsins í síðustu viku og nú gæti Morata bæst í hópinn.

Morata er einnig orðaður við Chelsea en enska stórliðið missti af Romelu Lukaku til Manchester United og er Morata einn af þeim sem Antonio Conte horfir til.


desktop