Mynd: FIFA valdi fáránlega mynd af Suarez

Luis Suarez, framherji Barcelona, er í umræðunni þessa stundina eftir val FIFA á liði ársins.

FIFA birti lið ársins á verðlaunaafhendingu í kvöld og birtist mynd af öllum leikmönnum liðsins á sviðinu.

Myndin af Suarez hefur vakið mikla athygli en hann er þar að gretta sig fyrir framan myndavélina.

FIFA hefur fengið að heyra það fyrir að velja þessa mynd af Suarez og er það skiljanlegt.

Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop