Mynd: Mínútu þögn fyrir æfingu Barcelona í dag

Það var mínútu þögn fyrir æfingu Barcelona í morgun eftir hryðjuverkaárásina í borginni í gær.

13 eru látnir eftir hryðjuverkin sem framin voru í miðborg Barcelona í gær.

ISIS hefur sagst bera ábyrgð á árásinni en svona hryðjuverk hafa sést víða undanfarið ár.

Keyrt var á fólk í miðborginni sem varð til þess að það lést.

Fyrir æfingu Börsunga í dag var fórnarlambanna minnst með mínútu þögn. Mynd af þessu er hér að neðan.


desktop