Mynd og myndband. Ronaldo á Keflavíkurflugvelli í gær

Cristiano Ronaldo var á Íslandi en hann kom til landsins á laugardag og yfirgaf landið svo í gær.

Ronaldo fór frá Íslandi klukkuan 14:00 í gær en hann kom á Keflavíkurflugvöll frá Suðurandi með þyrlu. Þar hafði einkaþota hans staðið í tvo daaga.

Ronaldo skoraði tvö mörk gegn Eibar í La Liga á laugardag og skellti sér svo til Íslands.

Hann dvaldi á Suðurlandi og gisti í húsi sem Jóhannes Stefánsson á en hann er oft kenndur við Múlakaffi.

Jurgen Klopp, Juan Mata, Kim Kardashian, Justin Bieber og fleiri frægir hafa notið þess að dvelja á Íslandi og skoða fallega landið okkar.

Ronaldo kom með kærustu sinni en þau sjást einnig vera á snjósleða með Arctic Adventures fyrirtækinu.

Ronaldo er besti knattspyrnumaður í heimi og hefur verið það síðustu ár.

Það var Elísabet Tinna sem birti þessa mynd en i samtali við 433.is sagði starfsmaður Keflavíkurflugvallar að hefði verið hinn hressasti.


desktop