Mynd: Ronaldo í CR7 einkaflugvél á leið til Parísar

Síðar í dag verður Ballon d’Or eða Gullknötturinn afhentur besta leikmanni í heimi.

Það er talið nánast öruggt að Cristiano Ronaldo hljóti þessi verðlaun í París.

Ronaldo vann spænsku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Real Madrid í ár og var stjarna liðsins.

Ronaldo mun því vinna verðlaunin í fimmta sinn.

Ronaldo er að fara með fjölskyldu sína til Parísar en hann fór með einkaflugvél sinni sem er merkt CR7.

Mynd af því er hér að neðan.


desktop