Myndband: Daníel Tristan Guðjohnsen með geggjað mark fyrir Barcelona

Mynd: Instagram síða Eiðs Smára

Daníel Tristan Guðjohnsen er fæddur árið 2006 og er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen.

Daníel Tristan spilar fyrir Barcelona og leikur þar með U11 ára liði félagsins.

Andri Lucas Guðjohnsen bróðir hans spilar fyrir Espanyol og Sveinn Andri Guðjohnsen fyrir Breiðablik.

Um helgina var Daníel Tristan í fullu fjöri með Barcelona og skoraði þar glæsilegt mark.

Faðir hans, Eiður Smári lagði skóna á hilluna eftir frábæran feril en hann lék meðal annars með Barcelona í nokkur ár.

Mark Daníels má sjá hér að neðan.


desktop