Myndband: Er þetta versta klúður í sögu fótboltans?

Eitt allra versta klúður í sögu fótboltans átti sér stað í gær þegar Gintra Universitetas heimsótti Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Þrír leikmenn Gintra sluppu í gegnum vörn Barcelona og voru komnir fram hjá markverðinum.

Þeim tókst hins vegar að klúðra færinu á einhvern ótrúlegan hátt.

Barcelona vann 6-0 sigur í leiknum en færið sem Gintra fékk kom í stöðunni 3-0.

Gintra er frá Litháen en myndband af þessu ótrúlega klúðri er hér að neðan.


desktop