Myndband: Geggjað aukaspurnumark Griezmann gegn Sevilla

Atletico Madrid tók á móti Sevilla í spænsku La Liga í gærdag en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.

Diego Godin kom Atletico yfir í fyrri hálfelik áður en Antoine Griezmann tvöfaldaði forystu heimamanna í upphafi síðari hálfleiks með geggjuðu marki, beint úr aukaspyrnu.

Koke kom svo Atletico í 3-0 áður en Joaquin Correra minnkaði muninn fyrir gestina en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 3-1 fyrir Atletico Madrid.

Myndband af aukaspyrnumarki Griezmann má sjá hér fyrir neðan.


desktop